Eyþór segir Dag ekki geta skrifað neikvæða milljarða á Covid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 16:32 Foto: Vilhelm Gunnarsson Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira