Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2020 19:45 Ingibjörg Lárusdóttir var fararstjóri hópsins en hún bjó, sem barn í nokkur ár í Grikklandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur heillaði ferðamenn frá Grikklandi upp úr skónum í lok hringferðar þeirra um landið. Síðasti viðkomustaður þeirra var brúin milli heimsálfa á Reykjanesi. Sautján Grikkir voru í ferðinni sem lauk um síðustu helgi. Fararstjóri var Ingibjörg Lárusdóttir, sem bjó í Grikklandi, sem barn í nokkur ár og talar því tungumálið reiprennandi. Hópurinn kom víða við í hringferð sinni og var heillaður af landi og þjóð. Á síðasta viðkomustað hópsins, „Brú milli heimsálfa“ á Reykjanesi, kom Ingibjörg hópnum á óvart því hún spilaði á trompet og bauð í leiðinni upp á hákarl og íslenskt brennivín, ásamt tópas, kóngabrjóstsykri og möndlur - allt ekta íslenskt. Það vakti mikla athygli Grikkjanna þegar Ingibjörg spilaði á trompetinn sinn fyrir hópinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Því miður þá sjáum við kannski ekki mikið af ferðamönnum á næstunni en vonandi skiljum við eftir fallega minningu í hjarta þeirra um landið okkar fallega,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir það hafa verið mjög sérstakt að ferðast með hópinn um landið þegar lítið sem ekkert af öðrum erlendum ferðamönnum var á ferðinni. „Já, vonandi líður ekki á löngu þangað til að landið fyllist aftur. Allavega veit ég að þau eru ofboðslega hrifin og það er fullt af Grikkjum, sem bíða eftir því að koma til landsins.“ Grikkirnir ætluðu ekki að trúa því hvað veðrið gæti verið gott á Íslandi. Ingibjörg gat ekki hvatt hópinn án þess að spila þjóðsöng Grikkja . Panagiotis Iliadis, einn af ferðamönnunum frá Grikklandi, sem var heillaður af Íslandi og ekki síst veðrinu, sem hópurinn fékk á ferð sinni um landið, alls staðar var sól og blíða.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Tónlist Sælgæti Áfengi og tóbak Fiskur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur heillaði ferðamenn frá Grikklandi upp úr skónum í lok hringferðar þeirra um landið. Síðasti viðkomustaður þeirra var brúin milli heimsálfa á Reykjanesi. Sautján Grikkir voru í ferðinni sem lauk um síðustu helgi. Fararstjóri var Ingibjörg Lárusdóttir, sem bjó í Grikklandi, sem barn í nokkur ár og talar því tungumálið reiprennandi. Hópurinn kom víða við í hringferð sinni og var heillaður af landi og þjóð. Á síðasta viðkomustað hópsins, „Brú milli heimsálfa“ á Reykjanesi, kom Ingibjörg hópnum á óvart því hún spilaði á trompet og bauð í leiðinni upp á hákarl og íslenskt brennivín, ásamt tópas, kóngabrjóstsykri og möndlur - allt ekta íslenskt. Það vakti mikla athygli Grikkjanna þegar Ingibjörg spilaði á trompetinn sinn fyrir hópinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Því miður þá sjáum við kannski ekki mikið af ferðamönnum á næstunni en vonandi skiljum við eftir fallega minningu í hjarta þeirra um landið okkar fallega,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir það hafa verið mjög sérstakt að ferðast með hópinn um landið þegar lítið sem ekkert af öðrum erlendum ferðamönnum var á ferðinni. „Já, vonandi líður ekki á löngu þangað til að landið fyllist aftur. Allavega veit ég að þau eru ofboðslega hrifin og það er fullt af Grikkjum, sem bíða eftir því að koma til landsins.“ Grikkirnir ætluðu ekki að trúa því hvað veðrið gæti verið gott á Íslandi. Ingibjörg gat ekki hvatt hópinn án þess að spila þjóðsöng Grikkja . Panagiotis Iliadis, einn af ferðamönnunum frá Grikklandi, sem var heillaður af Íslandi og ekki síst veðrinu, sem hópurinn fékk á ferð sinni um landið, alls staðar var sól og blíða.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Tónlist Sælgæti Áfengi og tóbak Fiskur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum