Sagðir ætla að bjóða Barcelona þrjá leikmenn og metfé fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar og verður mögulega dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira