Faraldurinn á niðurleið við óbreyttar aðstæður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:27 Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira