Faraldurinn á niðurleið við óbreyttar aðstæður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:27 Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira