Bjarni setur á fót hagfræðingahóp Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 12:29 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um stofnun hópsins að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira