Meta neikvæð áhrif Covid-19 á fjárhag sveitafélaga á 33 milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 19:08 Áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag sveitarfélaga eru hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra hér á landi verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Með auknum fjárfestingum upp á 6,5 milljarða nær talan rúmlega 33 milljörðum. Þetta er á meðal niðurstaðna sem finna má í skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir meðal annars að almennt sé hægt að segja að að áhrif Covid-19 faraldursins séu hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst og þar sem ætla má að útgjöld vegna félagslegrar þjónustu og fjárhagsaðstoðar vegi þyngst. Þannig sé mörgum sveitarfélögum þröngur stakkur sniðinn hvað varðar viðbrögð við ástandinu, sérstaklega í ljósi þess hve reyna mun á framlög þeirra vegna lögbundinna verkefna, ekki síst í velferðar- og skólamálum. Í skýrslunni segir einnig að til að setja tölurnar sem nefndar voru í upphafi í samhengi hafi heildarútgjöld sveitarfélaganna árið 2019 verið rúmlega 390 milljarðar króna. Áhrifin nemi því 8,5 prósent af heildarútgjöldum sveitarfélaga frá árinu 2019 eða um 1,1 prósent af vergri landsframleiðslu sama ár. „Hér væru því um verulegar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu tilliti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn áætlar að útsvarstekjur sveitarfélaganna, stærsti einstaki tekjustofn þeirra, muni dragast verulega saman. Sveitarfélögin hafi gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum sínum að útsvarstekjur ársins myndu nema rúmlega 223 milljörðum króna en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir má ætla að útsvarstekjurnar verði nokkuð minni eða um 212 milljarðar króna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Gera má ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra hér á landi verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Með auknum fjárfestingum upp á 6,5 milljarða nær talan rúmlega 33 milljörðum. Þetta er á meðal niðurstaðna sem finna má í skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir meðal annars að almennt sé hægt að segja að að áhrif Covid-19 faraldursins séu hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst og þar sem ætla má að útgjöld vegna félagslegrar þjónustu og fjárhagsaðstoðar vegi þyngst. Þannig sé mörgum sveitarfélögum þröngur stakkur sniðinn hvað varðar viðbrögð við ástandinu, sérstaklega í ljósi þess hve reyna mun á framlög þeirra vegna lögbundinna verkefna, ekki síst í velferðar- og skólamálum. Í skýrslunni segir einnig að til að setja tölurnar sem nefndar voru í upphafi í samhengi hafi heildarútgjöld sveitarfélaganna árið 2019 verið rúmlega 390 milljarðar króna. Áhrifin nemi því 8,5 prósent af heildarútgjöldum sveitarfélaga frá árinu 2019 eða um 1,1 prósent af vergri landsframleiðslu sama ár. „Hér væru því um verulegar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu tilliti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn áætlar að útsvarstekjur sveitarfélaganna, stærsti einstaki tekjustofn þeirra, muni dragast verulega saman. Sveitarfélögin hafi gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum sínum að útsvarstekjur ársins myndu nema rúmlega 223 milljörðum króna en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir má ætla að útsvarstekjurnar verði nokkuð minni eða um 212 milljarðar króna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira