Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 20:22 Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira