Það eru tvær beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld.
Sú fyrri hefst klukkan 20.00 er GameTívi er á sínum stað á mánudagskvöldum en útsendingin er að sjálfsögðu á Stöð 2 eSport.
Klukkan 21.15 er það svo stúkan með Guðmundi Benediktssyni og spekingum hans þar sem þeir gera upp síðustu leiki í Pepsi Max deildinni.
Það verður af nægu að taka enda mikið gengið á í umferðinni sem var sú síðasta fyrir landsleikjahlé.
Alla dagskrá dagsins má sjá hér.