Orsakir og mikilvægi geðheilsu á tímum covid-19 Héðinn Unnsteinsson skrifar 31. ágúst 2020 08:00 Nýverið ferðuðumst við framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, um nær helming landsins og kynntum okkur heilbrigðis- og félagslegs úrræði, bæði á vegum hins opinbera og frumkvöðla þriðja geirans. Þegar ég tók við formennsku í landssamtökunum vildi ég að félagið starfaði í anda tveggja „slagorða“. Annars vegar gamals slagorðs finnska fyrirtækisins Nokia frá tíunda áratug síðustu aldar, að tengja fólk (e. „connecting people“) og hins vegar tilvitnun sem höfð er eftir Harry S. Truman forseta Bandaríkjanna: „Það er með ólíkindunum hverju þú færð áorkað í lífi þínu, svo framarlega sem þér stendur á sama um hver fær heiðurinn“. Í nýrri stefnu félagsins er hlutverk þess skýrt: Að rækta geðheilsu íslendinga. Framtíðarsýnin er sú að félagið hafi eftir þrjú ár stuðlað að heilsujafnrétti, eflt fræðslu og veitt vandaða ráðgjöf þar sem þörfum allra hópa er mætt af virðingu. Við viljum ástunda framsækni í málaflokknum og þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Við viljum ástunda öfluga geðrækt og standa að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa. Síðast en ekki síst viljum við standa vörð um mannréttindi fólks með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Eftir ferð okkar Gríms er ég hugsi um það hvernig við öll, sem er umhugað um geðheilsu landsmanna, getum best hugað að henni, ræktað hana og eflt á tímum sem eru krefjandi. Um leið og við í samtökunum Geðhjálp stöndum vörð um gæði þeirrar geðheilbrigðisþjónustu sem er veitt, viljum við nú á næstu misserum einnig beina sjónum okkar að hinum endanum eða orsakaþáttum geðheilsu. Þáttum sem skipa alla máli og við eigum öll sameiginlega. Grunnþáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu, bætiefnum, samskiptum, streitu o.s.frv. Það er ástæða fyrir því að eitt af fjórum fagsviðum Landlæknisembættið er lýðheilsa (áður áhrifaþættir heilbrigðis) og tólf af sjötíu starfsmönnum embættisins sinna orsakaþáttum heilsu. Í Morgunblaðinu í síðustu viku (28.08.20) var sérblað um heilsu. Þar var m.a. viðtal við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing sem lærði fagið til að ná tökum á eigin heilsu. Elísabet ræðir m.a. um áhrif áfalla á lífsleiðinni og tekur þar með að mínu mati undir þá áherslubreytingu sem er að verða í geðheilbrigðismálum, þ.e. að litið sé í auknu mæli til orsaka og orsakamynstra er kemur að því að bregðast við röskunum en ekki einungis reynt að sefa afleiðingar. Elísabet talar einnig um hið fornkveðna, mikilvægi þess að nálgast líkama og geð sem eina heild. Reyndar talar Elísabet um andlega heilsu en ekki geðheilsu. Hvort forskeytið eigum við að nota? Við Grímur heimsóttum fólk og úrræði í þremur stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heilt yfir var staðan svipuð. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru í smíðum og töluverður niðurskurður er framundan á meðan starfsfólki þykir einsýnt að álag muni aukast. Sömu sögu er að segja af stofnunum og úrræðum ríkisins á sömu stöðum. Búist er við auknu álagi samhliða niðurskurði. Aðilar þriðja geirans eru með margar góðar hugmyndir en þær kalla á samvinnu og stuðning hins opinbera til þess að komast í framkvæmd. Samvinnu. Eftir þessa 1500 km. ferð þótti mér þrennt standa upp úr. Í fyrsta lagi eru skipulagheildirnar of margar í okkar fámenna samfélagi. Í öðru lagi skortir þau sem vinna að geðheilsu, frá orsökum að afleiðingum, frá geðheilsu í samfélagi að geðröskunum í geðheilsuteymum, félagsþjónustu sveitarfélaga og að starfsendurhæfingu, aukna fjármuni, mannafla og umfram allt samhæfingu á milli kerfa. Í þriðja lagi þurfum við sem þjóð á öllum okkar styrk að halda, þ.e. umburðarlyndi, skilning og aðlögunarhæfni, til þess að standa hvert með öðru, sýna skilning, hlusta og vera til staðar bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Við þurfum að standa vörð um sameiginlega geðheilsu. E.t.v. þarf sameiginlegan eða einstakan samfélagssáttmála þegar geta almannaþjónustunnar dregst svo mikið saman um leið og þörfin eykst. Í huglægum málaflokki þar sem greiningar eru byggðar á hugsun, einhverju sem við höfum aldrei geta skilgreint og oft ekki skilið, þá liggur í hlutarins eðlis að það eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Einn mælikvarði er þó til og hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga, þ.e. hlutfall þeirra sem falla fyrir eigin hendi af 100.000 íbúum. Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þennan mælikvarða opinberlega. Ræða þann geðheilsubrest sem býr að baki sjálfsvígi og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem situr eftir hjá aðstandendum. Nú þegar þróun félagslegra- og efnahagslegra orsakaþátta heilbrigðis bendir til þess að það verði áskorun að viðhalda góðri geðheilsu er mikilvægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merkingu að vinna með orsakaþætti og vörn í þeirri merkingu að bæta viðbragðskerfi okkar. Þetta verður áskorun því á sama tíma er mikil aðlögun nauðsynleg, aðlögun sem kallar á breyttar væntingar á tímum þar sem einstaklingsrétturinn hefur aldrei verið ríkari. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið ferðuðumst við framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, um nær helming landsins og kynntum okkur heilbrigðis- og félagslegs úrræði, bæði á vegum hins opinbera og frumkvöðla þriðja geirans. Þegar ég tók við formennsku í landssamtökunum vildi ég að félagið starfaði í anda tveggja „slagorða“. Annars vegar gamals slagorðs finnska fyrirtækisins Nokia frá tíunda áratug síðustu aldar, að tengja fólk (e. „connecting people“) og hins vegar tilvitnun sem höfð er eftir Harry S. Truman forseta Bandaríkjanna: „Það er með ólíkindunum hverju þú færð áorkað í lífi þínu, svo framarlega sem þér stendur á sama um hver fær heiðurinn“. Í nýrri stefnu félagsins er hlutverk þess skýrt: Að rækta geðheilsu íslendinga. Framtíðarsýnin er sú að félagið hafi eftir þrjú ár stuðlað að heilsujafnrétti, eflt fræðslu og veitt vandaða ráðgjöf þar sem þörfum allra hópa er mætt af virðingu. Við viljum ástunda framsækni í málaflokknum og þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Við viljum ástunda öfluga geðrækt og standa að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa. Síðast en ekki síst viljum við standa vörð um mannréttindi fólks með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Eftir ferð okkar Gríms er ég hugsi um það hvernig við öll, sem er umhugað um geðheilsu landsmanna, getum best hugað að henni, ræktað hana og eflt á tímum sem eru krefjandi. Um leið og við í samtökunum Geðhjálp stöndum vörð um gæði þeirrar geðheilbrigðisþjónustu sem er veitt, viljum við nú á næstu misserum einnig beina sjónum okkar að hinum endanum eða orsakaþáttum geðheilsu. Þáttum sem skipa alla máli og við eigum öll sameiginlega. Grunnþáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu, bætiefnum, samskiptum, streitu o.s.frv. Það er ástæða fyrir því að eitt af fjórum fagsviðum Landlæknisembættið er lýðheilsa (áður áhrifaþættir heilbrigðis) og tólf af sjötíu starfsmönnum embættisins sinna orsakaþáttum heilsu. Í Morgunblaðinu í síðustu viku (28.08.20) var sérblað um heilsu. Þar var m.a. viðtal við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing sem lærði fagið til að ná tökum á eigin heilsu. Elísabet ræðir m.a. um áhrif áfalla á lífsleiðinni og tekur þar með að mínu mati undir þá áherslubreytingu sem er að verða í geðheilbrigðismálum, þ.e. að litið sé í auknu mæli til orsaka og orsakamynstra er kemur að því að bregðast við röskunum en ekki einungis reynt að sefa afleiðingar. Elísabet talar einnig um hið fornkveðna, mikilvægi þess að nálgast líkama og geð sem eina heild. Reyndar talar Elísabet um andlega heilsu en ekki geðheilsu. Hvort forskeytið eigum við að nota? Við Grímur heimsóttum fólk og úrræði í þremur stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heilt yfir var staðan svipuð. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru í smíðum og töluverður niðurskurður er framundan á meðan starfsfólki þykir einsýnt að álag muni aukast. Sömu sögu er að segja af stofnunum og úrræðum ríkisins á sömu stöðum. Búist er við auknu álagi samhliða niðurskurði. Aðilar þriðja geirans eru með margar góðar hugmyndir en þær kalla á samvinnu og stuðning hins opinbera til þess að komast í framkvæmd. Samvinnu. Eftir þessa 1500 km. ferð þótti mér þrennt standa upp úr. Í fyrsta lagi eru skipulagheildirnar of margar í okkar fámenna samfélagi. Í öðru lagi skortir þau sem vinna að geðheilsu, frá orsökum að afleiðingum, frá geðheilsu í samfélagi að geðröskunum í geðheilsuteymum, félagsþjónustu sveitarfélaga og að starfsendurhæfingu, aukna fjármuni, mannafla og umfram allt samhæfingu á milli kerfa. Í þriðja lagi þurfum við sem þjóð á öllum okkar styrk að halda, þ.e. umburðarlyndi, skilning og aðlögunarhæfni, til þess að standa hvert með öðru, sýna skilning, hlusta og vera til staðar bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Við þurfum að standa vörð um sameiginlega geðheilsu. E.t.v. þarf sameiginlegan eða einstakan samfélagssáttmála þegar geta almannaþjónustunnar dregst svo mikið saman um leið og þörfin eykst. Í huglægum málaflokki þar sem greiningar eru byggðar á hugsun, einhverju sem við höfum aldrei geta skilgreint og oft ekki skilið, þá liggur í hlutarins eðlis að það eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Einn mælikvarði er þó til og hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga, þ.e. hlutfall þeirra sem falla fyrir eigin hendi af 100.000 íbúum. Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þennan mælikvarða opinberlega. Ræða þann geðheilsubrest sem býr að baki sjálfsvígi og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem situr eftir hjá aðstandendum. Nú þegar þróun félagslegra- og efnahagslegra orsakaþátta heilbrigðis bendir til þess að það verði áskorun að viðhalda góðri geðheilsu er mikilvægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merkingu að vinna með orsakaþætti og vörn í þeirri merkingu að bæta viðbragðskerfi okkar. Þetta verður áskorun því á sama tíma er mikil aðlögun nauðsynleg, aðlögun sem kallar á breyttar væntingar á tímum þar sem einstaklingsrétturinn hefur aldrei verið ríkari. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun