Að fá sorgina í heimsókn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun