Hörmulegt dýradráp líklega af gáleysi Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 13:22 Hinir dauðu hrafnar eru bundnir saman á fótum. Ekki liggur neitt fyrir um það enn hvernig það hefur komið til. Viðmælandi Vísis vill ekki trúa því að það hafi verið gert viljandi, hann telur að þar sé um að kenna yfirgengilegum umhverfissóðaskap. Jón Hafþór Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga. Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga.
Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira