Hörmulegt dýradráp líklega af gáleysi Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 13:22 Hinir dauðu hrafnar eru bundnir saman á fótum. Ekki liggur neitt fyrir um það enn hvernig það hefur komið til. Viðmælandi Vísis vill ekki trúa því að það hafi verið gert viljandi, hann telur að þar sé um að kenna yfirgengilegum umhverfissóðaskap. Jón Hafþór Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga. Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga.
Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira