Neville: Þetta Man. United lið getur ekki barist um titilinn á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 14:00 Manchester United þarf sterkari leikmenn en þá Jesse Lingard, Brandon Williams, Timothy Fosu-Mensah eða Odion Ighalo EPA-EFE/Oli Scarff Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira