Pablo Punyed átti að fá rautt spjald fyrir „mjög ljótt brot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 12:30 Pablo Punyed steig aftan á kálfa Tryggva Hrafns Haraldssonar í hröðu upphlaupi Skagamanna en slapp með gult spjald. Skjámynd/S2 Sport Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira