„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 14:30 Berglind Björg er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. vísir/bára Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk. Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk.
Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti