Telur að viðskiptahagsmunir hafi vegið þyngra en lýðheilsa þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. september 2020 14:35 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, er vonsvikin með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um óbreytta klukku. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, kveðst afar vonsvikin vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að klukkan á Íslandi verði óbreytt. Ákvörðunin sé tekin þvert á vilja meirihluta landsmanna og þvert á vilja meirihluta þeirra sem skiluðu umsögnum um málið. Erla hefur rannsakað svefn og áhrif hans á líðan fólks í um áratug og þá er hún einnig stofnandi stjórnarformaður Betra svefns, fyrirtækis sem býður upp á meðferðir við svefnleysi. Auk þess að vera menntaður sálfræðingur hefur hún einnig lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum. „Mér finnst því miður að hér hafi viðskiptalegir hagsmunir hafa verið teknir fram yfir lýðheilsu þjóðarinnar. Það að seinka klukkunni held ég að sé mikilvæg aðgerð sem við ættu að ráðast í, að minnsta kosti tímabundið til að gera rannsóknir á því hvaða árangri það myndi skila.“ Kylfingar gegn breytingum Hátt í 1600 umsagnir bárust um málið en opnað var fyrir umsagnir frá landsmönnum árið 2019. Meirihluti þeirra sem skilaði umsögnum talaði fyrir breytingunni með vísan í lýðheilsusjónarmið en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Kylfingar voru andvígir breytingum á klukkunni.Vísir/Vilhelm Golfhreyfingin var andvíg breytingum og vísaði til færri birtustunda á vökutíma og Icelandair sagði klukkubreytingu hafa áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að fækkun birtustunda á vökutíma hafi vegið þyngst í ákvörðuninni en bætti við að heilbrigðis-og menntamálaráðherra myndu ráðast í tilraunaverkefni um sveigjanlegri skólatíma. Viðtalið við Katrínu má sjá að neðan. Erla segir vilja þjóðarinnar vera skýran en auk hans séu vísindaleg rök fyrir því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang sólar. Flestir, ef ekki allir, sem fáist við svefnrannsóknir telji að breyta eigi klukkunni. „Í fyrsta lagi vegna þess að við erum í raun og veru á röngum tíma hér miðað við sólarganginn. Við vöknum í myrkri alltof stóran hluta árs og það er morgunbirtan sem skiptir rosalega miklu máli fyrir stillingu líkamsklukkunnar og þetta gerir það að verkum að okkar sólarhringstaktur er skakkur. Rannsóknir sýna að við förum seinna að sofa en fólkið í nágrannaþjóðunum og sérstaklega unglingarnir okkar og unga fólki. Þetta virðist bitna mest á þeim. Ef við förum seinna að sofa en dagurinn okkar er að byrja á svipuðum tíma og annars staðar þá þýðir það væntanlega að við erum að fá minni svefn.“ Of lítill svefn hafi margvísleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Hefði orðið mikilvæg samfélagsleg aðgerð „Við sjáum aukna tíðni ofþyngdar, ýmsa alvarlegir líkamlega sjúkdóma, bólgur aukast, við sjáum verri andlega líðan, minni framleiðni og lakara ónæmiskerfi.“ Vitaskuld séu fleiri þættir en bara klukkan sem skipti máli þegar komi að lengd og gæði svefns. „Við þurfum líka að skoða margt annað eins og okkar lífsstíl, rútínu og venju, koffínneyslu og skjánotkun og fleira en ég held að þetta [klukkubreyting] hefði orðið mikilvæg samfélagsleg aðgerð til þess að gera okkur betur kleift að ná fullnægjandi svefni og sérstaklega unga fólkinu.“ Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga.vísir/getty Erla segir að skjólstæðingar sínir eigi mun erfiðara með að vakna á morgnanna þegar skammdegið skellur á. „Ég hef auðvitað starfað við rannsóknir og meðferð við svefnvanda í um áratug og hitti fjölda fólks sem glímir við erfiðleika og í skammdeginu þá fyllist stofan hjá mér af ungu fólki, sérstaklega, sem á erfitt með að vakna á morgnanna. Sum eru því miður komin í það ástand að flosna upp úr framhaldsskólum því þau ná ekki að vakna og mæta á réttum tíma og þá er það myrkrið og skökk líkamsklukka sem er mjög stór áhrifavaldur þarna.“ Klukkan á Íslandi Heilsa Svefn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, kveðst afar vonsvikin vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að klukkan á Íslandi verði óbreytt. Ákvörðunin sé tekin þvert á vilja meirihluta landsmanna og þvert á vilja meirihluta þeirra sem skiluðu umsögnum um málið. Erla hefur rannsakað svefn og áhrif hans á líðan fólks í um áratug og þá er hún einnig stofnandi stjórnarformaður Betra svefns, fyrirtækis sem býður upp á meðferðir við svefnleysi. Auk þess að vera menntaður sálfræðingur hefur hún einnig lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum. „Mér finnst því miður að hér hafi viðskiptalegir hagsmunir hafa verið teknir fram yfir lýðheilsu þjóðarinnar. Það að seinka klukkunni held ég að sé mikilvæg aðgerð sem við ættu að ráðast í, að minnsta kosti tímabundið til að gera rannsóknir á því hvaða árangri það myndi skila.“ Kylfingar gegn breytingum Hátt í 1600 umsagnir bárust um málið en opnað var fyrir umsagnir frá landsmönnum árið 2019. Meirihluti þeirra sem skilaði umsögnum talaði fyrir breytingunni með vísan í lýðheilsusjónarmið en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Kylfingar voru andvígir breytingum á klukkunni.Vísir/Vilhelm Golfhreyfingin var andvíg breytingum og vísaði til færri birtustunda á vökutíma og Icelandair sagði klukkubreytingu hafa áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að fækkun birtustunda á vökutíma hafi vegið þyngst í ákvörðuninni en bætti við að heilbrigðis-og menntamálaráðherra myndu ráðast í tilraunaverkefni um sveigjanlegri skólatíma. Viðtalið við Katrínu má sjá að neðan. Erla segir vilja þjóðarinnar vera skýran en auk hans séu vísindaleg rök fyrir því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang sólar. Flestir, ef ekki allir, sem fáist við svefnrannsóknir telji að breyta eigi klukkunni. „Í fyrsta lagi vegna þess að við erum í raun og veru á röngum tíma hér miðað við sólarganginn. Við vöknum í myrkri alltof stóran hluta árs og það er morgunbirtan sem skiptir rosalega miklu máli fyrir stillingu líkamsklukkunnar og þetta gerir það að verkum að okkar sólarhringstaktur er skakkur. Rannsóknir sýna að við förum seinna að sofa en fólkið í nágrannaþjóðunum og sérstaklega unglingarnir okkar og unga fólki. Þetta virðist bitna mest á þeim. Ef við förum seinna að sofa en dagurinn okkar er að byrja á svipuðum tíma og annars staðar þá þýðir það væntanlega að við erum að fá minni svefn.“ Of lítill svefn hafi margvísleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Hefði orðið mikilvæg samfélagsleg aðgerð „Við sjáum aukna tíðni ofþyngdar, ýmsa alvarlegir líkamlega sjúkdóma, bólgur aukast, við sjáum verri andlega líðan, minni framleiðni og lakara ónæmiskerfi.“ Vitaskuld séu fleiri þættir en bara klukkan sem skipti máli þegar komi að lengd og gæði svefns. „Við þurfum líka að skoða margt annað eins og okkar lífsstíl, rútínu og venju, koffínneyslu og skjánotkun og fleira en ég held að þetta [klukkubreyting] hefði orðið mikilvæg samfélagsleg aðgerð til þess að gera okkur betur kleift að ná fullnægjandi svefni og sérstaklega unga fólkinu.“ Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga.vísir/getty Erla segir að skjólstæðingar sínir eigi mun erfiðara með að vakna á morgnanna þegar skammdegið skellur á. „Ég hef auðvitað starfað við rannsóknir og meðferð við svefnvanda í um áratug og hitti fjölda fólks sem glímir við erfiðleika og í skammdeginu þá fyllist stofan hjá mér af ungu fólki, sérstaklega, sem á erfitt með að vakna á morgnanna. Sum eru því miður komin í það ástand að flosna upp úr framhaldsskólum því þau ná ekki að vakna og mæta á réttum tíma og þá er það myrkrið og skökk líkamsklukka sem er mjög stór áhrifavaldur þarna.“
Klukkan á Íslandi Heilsa Svefn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira