KR vann Fylki í spennandi leik Bjarni Bjarnason skrifar 2. september 2020 08:05 Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil. Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil.
Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira