Þarf að greiða 20 milljóna reikning eftir „gáleysi“ við undirritun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 10:58 Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Vísir/getty Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira