Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2020 20:00 Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi. Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi.
Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira