Harry og Meghan gera langtímasamning við Netflix Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. september 2020 22:19 Harry og Meghan á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hafa gert samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu á ýmsu efni. Þau kunna að koma fram í einhverjum þeirra þátta eða kvikmynda sem samningurinn nær til. „Útgangspunktur okkar verður að skapa efni sem fræðir, en veitir einnig von,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir hjónunum. Þá sögðu þau að sem foreldrum þætti þeim mikilvægt að búa til andlega hvetjandi og fjölskylduvænt efni. BBC hefur þá eftir Ted Sarandos, öðrum forstjóra Netflix, að hann væri stoltur af því að hjónin hefðu ákveðið að gera Netflix að „heimili sköpunargáfu þeirra.“ Samningurinn, sem gildir til nokkurra ára, nær yfir framleiðslu heimildamynda og -þátta, leikinna kvikmynda og þátta, auk barnaefnis. Fyrir um hálfu ári sögðu þau Harry og Meghan sig frá konunglegum skyldum sínum og fluttust til Kaliforníu til þess að komast undan smásjá bresku pressunnar, sem margir telja að hafi fjallað á óvæginn og ósanngjarnan hátt um Meghan. Netflix Kóngafólk Bretland Bandaríkin Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hafa gert samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu á ýmsu efni. Þau kunna að koma fram í einhverjum þeirra þátta eða kvikmynda sem samningurinn nær til. „Útgangspunktur okkar verður að skapa efni sem fræðir, en veitir einnig von,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir hjónunum. Þá sögðu þau að sem foreldrum þætti þeim mikilvægt að búa til andlega hvetjandi og fjölskylduvænt efni. BBC hefur þá eftir Ted Sarandos, öðrum forstjóra Netflix, að hann væri stoltur af því að hjónin hefðu ákveðið að gera Netflix að „heimili sköpunargáfu þeirra.“ Samningurinn, sem gildir til nokkurra ára, nær yfir framleiðslu heimildamynda og -þátta, leikinna kvikmynda og þátta, auk barnaefnis. Fyrir um hálfu ári sögðu þau Harry og Meghan sig frá konunglegum skyldum sínum og fluttust til Kaliforníu til þess að komast undan smásjá bresku pressunnar, sem margir telja að hafi fjallað á óvæginn og ósanngjarnan hátt um Meghan.
Netflix Kóngafólk Bretland Bandaríkin Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira