Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru mættar á æfingu í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. getty/Juanma Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn. Franski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn.
Franski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira