Forsætisráðherra segir ekki á dagskrá ríkisstjórnar að fresta launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 12:03 Það tók mikið á að ganga frá lífskjarasamningunum svo kölluðu á borði ríkissáttasemjara í fyrra sem samgönguráðherra hefur lagt fram hugmyndir um að breyta. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Sjá meira
Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29
„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53
Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent