Tvöfalt fleiri hringja í Hjálparsímann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 13:56 Rauði krossinn hefur fjölgað sjálfboðaliðum úr tveimur í allt að tólf til að manna Hjálparsímann þessa dagana. Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira