Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 09:00 Ekki er að sjá nein kreppumerki í búðum, þar er rífandi gangur og Íslendingar versla nánast eins og enginn sé morgundagurinn. „Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira