Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum greinum við frá því að starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á sýnum frá leghálsskoðunum átti við andleg veikindi að stríða og hefur hætt störfum. 

Við höldum áfram að fjalla ítarlega um þetta mál sem og önnur sem því tengjast. 

Þá segir forsætisráðherra að ekki verði dregið úr takmörkunum á landamærunum enda hafi sýnataka vegna kórónufaraldursins skilað góðum árangri. Hins vegar mun sóttvarnalæknir leggja til að dregið verði úr samkomutakmörkunum innanlands, einn metri verði milli fólks í stað tveggja og tvö hundruð manns megi koma saman í stað hundrað. 

Þá sýnum við einstakar myndir frá því þegar björgunarsveitarmenn og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar þurftu að beita mikilli útsjónarsemi við að bjarga manni sem sat fastur í sand dýi. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×