Þrír leikmenn Paris Saint-Germain til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna. Alls eru því sex leikmenn liðsins í einangrun eftir að hafa smitast af veirunni.
Samkvæmt L'Equipe greindust Marquinhos, Keylor Navas og Mauro Icardi með kórónuveiruna.
Í fyrradag greindi L'Equipe frá því að Neymar, Ángel Di María og Leandro Parades hefur greinst með kórónuveiruna eftir að þeir komu aftur til Parísar eftir frí á Ibiza.
Sex lykilmenn PSG eru því í einangrun þegar styttist í fyrsta leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann er gegn Lens á útivelli á fimmtudaginn.
Síðata tímabil var í Frakklandi var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og PSG krýndir meistarar.
Liðið komst svo alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði þar sem það tapaði fyrir Bayern München, 1-0.