Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 16:30 Kalvin Phillips gæti leikið sinn fyrsta landsleik áður en hann leikur í efstu deild á Englandi. getty/James Gill Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira