Dregið í riðla á HM í handbolta fyrir framan pýramídana á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:30 Aron Pálmarsson mun væntanlega taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val Sigurðssyni sem lagði skóna á hilluna í vor. Getty/TF-Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla. HM 2021 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira