Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 11:19 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Nálægðarreglu verður breytt úr tveimur metrum í einn metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi á mánudaginn, 7. september. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. Aðrar breytingar á samkomutakmörkunum sem verða með reglugerðinni eru þessar: Hámarksfjöldi á sund- og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum fer úr helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í 75%. Íþróttir, sviðslistir og önnur menningarstarfsemi getur farið fram þrátt fyrir 1 metra reglu, þ.e. snertingar eru þar heimilar. Fyrirkomulag um áhorfendur fer eftir almennum reglum um 1 metra og 200 manns í rými. Opnunartími vínveitingastaða verður áfram takmarkaður við til kl. 23.00. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú eru fjarlægðarmörkin einn metri í stað tveggja. Þar sem ekki er unnt að halda einum metra á milli manna, svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur, skal nota grímur. Matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð verður heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin fyrir hverja 10 fermetra umfram þúsund fermetrana, en þó að hámarki 300 viðskiptavinum í allt. Reglugerð heilbrigðisráðherra hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar og tekur sem fyrr segir gildi mánudaginn 7. september. Hún gildir til og með 27. september. Auglýsing heilbrigðisráðherra. Minnisblað sóttvarnalæknis. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Nálægðarreglu verður breytt úr tveimur metrum í einn metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi á mánudaginn, 7. september. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. Aðrar breytingar á samkomutakmörkunum sem verða með reglugerðinni eru þessar: Hámarksfjöldi á sund- og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum fer úr helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í 75%. Íþróttir, sviðslistir og önnur menningarstarfsemi getur farið fram þrátt fyrir 1 metra reglu, þ.e. snertingar eru þar heimilar. Fyrirkomulag um áhorfendur fer eftir almennum reglum um 1 metra og 200 manns í rými. Opnunartími vínveitingastaða verður áfram takmarkaður við til kl. 23.00. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú eru fjarlægðarmörkin einn metri í stað tveggja. Þar sem ekki er unnt að halda einum metra á milli manna, svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur, skal nota grímur. Matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð verður heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin fyrir hverja 10 fermetra umfram þúsund fermetrana, en þó að hámarki 300 viðskiptavinum í allt. Reglugerð heilbrigðisráðherra hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar og tekur sem fyrr segir gildi mánudaginn 7. september. Hún gildir til og með 27. september. Auglýsing heilbrigðisráðherra. Minnisblað sóttvarnalæknis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira