109 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2020 19:35 Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira