Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Mistök Krabbameinsfélagsins eru grafalvarleg og verða rannsökuð til hlítar að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir það vera umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu.

Stjórnendur félagsins hafa setið neyðarfundi alla helgina og rætt verður við framkvæmdastjóra þess í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en málið fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Á morgun taka gildi tilslakanir á samkomubanni. Eins metra reglan tekur gildi og tvö hundruð manns mega koma saman. Rætt verður við þjóðleikhússtjóra en hann telur að færa þurfi fjöldatakmörk upp í fimm hundruð manns til þess að menningarlíf geti farið að blómstra að nýju.

Þá verður fjallað um auka tíðni skilnaða, hnífaárás í Birmingham og risastóran bor sem verður gangsettur í borginni á morgun með tilheyrandi hávaða.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×