Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 10:59 Mason Greenwood og Phil Foden héldu upp á fyrsta landsleikinn með því að fá heimsókn á hótel enska landsliðsins. getty/hafliði breiðfjörð Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira