Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2020 13:40 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. Sjúkratryggingar hafi óskað eftir staðfestingu frá Krabbameinsfélaginu og Leitarstöðinni á því að kröfur til starfseminnar séu uppfylltar fyrir lok dags og verður því erindi svarað í dag. Krabbameinsfélagið segist í samtali við fréttastofu standa við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana. Í yfirlýsingu sinni fór Krabbameinsfélagið fram á það við Sjúkratryggingar að gögnin yrðu afhent fyrir hádegi í dag í ljósi þess að starfsfólk Leitarstöðvarinnar treysti sér ekki til að sinna störfum sínum vegna ummælanna, að sögn félagsins. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og fékkst ekki til að segja af eða á með það hvort umbeðin gögn hafi verið afhent. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að Krabbameinsfélagið hefði ekki fengið neinar athugasemdir frá Sjúkratryggingum áður. „Margsinnis er búið að endurnýja samningana og svona gagnrýni hefur ekki komið fram. Þegar það kemur upp einhver umræða um að mögulega búi sjúkratryggingar eða heilbrigðisyfirvöld yfir einhverjum upplýsingum sem segi það að félagið sé ekki fært um að sinna þjónustunni þá auðvitað eru það svo alvarlegar upplýsingar að okkur er væntanlega ekki fært að sinna þjónustunni áfram. En ég segi það bara hreint út að ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu til á sama tíma og verið er að óska eftir því að félagið sinni þjónustunni áfram út árið 2020.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. Sjúkratryggingar hafi óskað eftir staðfestingu frá Krabbameinsfélaginu og Leitarstöðinni á því að kröfur til starfseminnar séu uppfylltar fyrir lok dags og verður því erindi svarað í dag. Krabbameinsfélagið segist í samtali við fréttastofu standa við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana. Í yfirlýsingu sinni fór Krabbameinsfélagið fram á það við Sjúkratryggingar að gögnin yrðu afhent fyrir hádegi í dag í ljósi þess að starfsfólk Leitarstöðvarinnar treysti sér ekki til að sinna störfum sínum vegna ummælanna, að sögn félagsins. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og fékkst ekki til að segja af eða á með það hvort umbeðin gögn hafi verið afhent. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að Krabbameinsfélagið hefði ekki fengið neinar athugasemdir frá Sjúkratryggingum áður. „Margsinnis er búið að endurnýja samningana og svona gagnrýni hefur ekki komið fram. Þegar það kemur upp einhver umræða um að mögulega búi sjúkratryggingar eða heilbrigðisyfirvöld yfir einhverjum upplýsingum sem segi það að félagið sé ekki fært um að sinna þjónustunni þá auðvitað eru það svo alvarlegar upplýsingar að okkur er væntanlega ekki fært að sinna þjónustunni áfram. En ég segi það bara hreint út að ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu til á sama tíma og verið er að óska eftir því að félagið sinni þjónustunni áfram út árið 2020.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58