Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var á leið burt frá Barcelona í síðasta mánuði en nú er hann á auglýsingu fyrir þriðja búning félagsins fyrir komandi leiktíð.
Það stefndi allt í að Messi væri á leið burt frá Barcelona til Manchester City en 630 milljóna punda klásúla kom í veg fyrir að Argentínumaðurinn gæti yfirgefið félagið.
Barcelona menn voru fljótir að nýta sér það að Messi yrði áfram og var hann fremstur á auglýsingum liðsins fyrir þriðja búning félagsins. Hann er bleikur.
Now we know why Messi wanted to leave. https://t.co/jGGKocDRQu
— Gary Lineker (@GaryLineker) September 7, 2020
„Núna vitum við afhverju Messi vildi fara,“ skrifaði Lineker og skaut þar af leiðandi á búninginn en Lineker spilaði með Barcelona í þrjú ár, á árunum 1986 til 1989.
Barcelona hefur leik í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september er liðið mætir Villareal á heimavelli.
'Now we know why he wanted to leave'
— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020
Gary Lineker pokes fun at Barcelona as Lionel Messi models their striking new PINK kit https://t.co/sBNIHaetEZ