Neville varði Greenwood og Foden: „Þeir þurfa væntumþykju“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2020 11:30 Phil Foden og Mason Greenwood var sparkað úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur. getty/Mike Egerton Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“ Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25
Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00
Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53
Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30