Fylkir sigrar á sannfærandi máta Bjarni Bjarnason skrifar 9. september 2020 10:31 Fylkis lestin á fleygi ferð Stórveldin Þór og Fylkir mættust í þriðju umferð í Vodafonedeildinni fyrr í kvöld. Þór var með heimavallar forskot og völdu kortið Train. Fyrstu loturnar gengu erfiðlega hjá Þórsurunum sem byrjuðu í sókn (Terrorist). Eftir að hafa tapað fyrstu lotunni hlupu þeir beint á Skipid (Tumi Geirsson) sem stráfelldi leikmenn þeirra. Eftir þessa upphafs hnökra stigu þó aNdrehh (Andri Már Einarsson) og snky (Eiður Eiðsson) upp og komu Þór á blað. Fylkismenn fundu þó fljótt aftur taktinn og skelltu bókstaflega í lás með tvöfaldri wappa (AWP) vörn. Þór tókst að stela einni lotu þegar þeir keyrðu niður rauða stiga og komu niður sprengjunni á svæði A. Þetta virðist þó einungis hafa kynt enn frekar undir viruz (Magnús Árni Magnússon) og MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) sem voru sjóðandi heitir. Fylkir kláraði fyrri hálfleik 11 – 4. Fylkir tók fyrstu lotu í seinni hálfleik þar sem þeir voru komnir í sókn (Terrorist). Þór var í erfiðri stöðu lotulega séð tóku áhættu sem gaf ekki af sér þegar þeir þvinguðu kaup í annarri lotu. Eftirleikurinn var Fylkismönnum auðveldur á móti fátækum Þórsurum. MonteLiciouz tók 19.undu lotu með glæsilegri spilamennsku. Svo var það Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) sem að keyrði leikinn heim fyrir sína menn. Lauk leiknum 16 - 4 Fylki í vil. Dusty dúndrar á Exile í Train Dusty voru á heimavelli og völdu kortið Train. Exile kusu að byrja í vörn (Counter-terrorist) sem almennt er talin sterkari hliðin í Train. Dusty sem spilaði sókn (Terrorist) kom sprengjunni niður í fyrstu lotu en Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson) kom Exile í yfirtölu með glæsilegum fellum og Exile vann lotuna. Yfirhönd Exile dugði þó skammt því eftir þetta hófust Dusty handa. Næstu lotur tóku Dusty auðveldlega og átti Exile engin svör. EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) toppaði stigatöfluna hjá Dusty þrátt fyrir að hafa hangið ótrúlega lengi á MAC-10. En það virkaði vandræðalega vel þar sem að efnahagurinn hjá Exile komst aldrei á réttan kjöl. Dusty klárar fyrri hálfleik 12-3 og EddezeNNN með 20 fellur eftir þessar 15 lotur. Dusty héldu sama dampi í seinni hálfleik og tóku fyrstu lotuna. Í annari lotu lásu þeir Exile vel og stráfeldu þá þegar þeir gerðu atlögu á sprengjusvæði A í gegnum miðjuna. Næstu lotur voru heldur skrautlegar þó að augljóst hafi verið hvert leikurinn stefndi. StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) hélt áfram að skemmta okkur og hnífaði Jolla (Eyjólfur Aðalsteinn Eyjólfsson). Exile stal einni lotu þegar Yumikoi (Sigurgeir Guðbrandsson) náði 4 fellum fyrir sína menn. Dusty átti heldur skrautleg kaup í síðustu lotunni en bar það ekki á sök þegar þeir keyrðu á B og keyrðu leikinn heim. Leiknum lauk 16 - 4 Dusty í vil. Critical leikmaður leiksins var EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) en hann lauk leiknum með 26 fellur. Vörn KR stóð af sér hverja sókina á fætur annari GOAT á heimavelli völdu kortið Overpass. GOAT byrjuðu í sókn (Terrorist) og tóku fyrstu lotuna með sannfærandi sókn á sprengjusvæði B. Sterkt deiglu (deagle) lið KR spyrnti þó við í annarri lotu og stálu lotunni þrátt fyrir að vera með verri vopn. Við tóku erfiðar lotur fyrir GOAT. Þeim tókst ekki að knýja fram hreyfingu á vörn KR til að búa til opnur og gekk illa að ná upphafsfellunum. Sterk vörn KR-inga stóð af sér hverja sóknina á fætur annari að hálfu GOAT. Það var ekki fyrr en í seinni hluta fyrri hálf leiks sem að rofa fór til fyrir GOAT. Þeir unnu lotu og náðu fellum sem þvinguðu vörn KR á hreyfingu. Leikmaður GOAT Hugo (Hugi Snær Hlynsson) náði 4 fellum en tapaði svo einnvígi á móti 7homsen (Thomas Thomsen). Þetta voru nokkrar jafnar lotur en vönduð spilamennska KR var GOAT um megn. Það var þó ekki fyrr en undir lok fyrri hálf leiks sem að GOAT missti vonina eftir að þeir sóttu á svæði B og lentu þar í Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem lokaði svæðinu með glæsilegri spillamennsku. Ormurinn hafði verið að narta í geitina allan leikinn en þarna át hann hana. KR-ingar kláruðu fyrri hálfleik 12 - 3 á sannfærandi máta. KR staðráðnir í að klára þetta tók unnu fyrstu lotu í seinni hálfleik Eftirleikurinn var þeim auðveldur en þeir misstu einungis eina lotu til GOAT áður en þeir lokuðu leiknum 16 - 4. Maður leiksins var Midgard og hafði Tómas Jóhannson þetta um manninn að segja. “Hann mætir alltaf heitur til leiks, ég spáði þessu að hann væri gott “influence” í þetta lið og hefur heldur betur skilað sínu. Mér finnst eins og það sé meiri metnaður í KR liðinu núna, einhver neisti sem að Miðgarsormurinn hefur komið með og gefið liðinu byr undir báða vængi.” Critical maður umferðarinnar var leikmaður Dusty, Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) en hann hélt Exile mönnum blindum í 93 sekúndur í leik sem var ekki nema 20 lotur. Þór Akureyri KR Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Fylkis lestin á fleygi ferð Stórveldin Þór og Fylkir mættust í þriðju umferð í Vodafonedeildinni fyrr í kvöld. Þór var með heimavallar forskot og völdu kortið Train. Fyrstu loturnar gengu erfiðlega hjá Þórsurunum sem byrjuðu í sókn (Terrorist). Eftir að hafa tapað fyrstu lotunni hlupu þeir beint á Skipid (Tumi Geirsson) sem stráfelldi leikmenn þeirra. Eftir þessa upphafs hnökra stigu þó aNdrehh (Andri Már Einarsson) og snky (Eiður Eiðsson) upp og komu Þór á blað. Fylkismenn fundu þó fljótt aftur taktinn og skelltu bókstaflega í lás með tvöfaldri wappa (AWP) vörn. Þór tókst að stela einni lotu þegar þeir keyrðu niður rauða stiga og komu niður sprengjunni á svæði A. Þetta virðist þó einungis hafa kynt enn frekar undir viruz (Magnús Árni Magnússon) og MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) sem voru sjóðandi heitir. Fylkir kláraði fyrri hálfleik 11 – 4. Fylkir tók fyrstu lotu í seinni hálfleik þar sem þeir voru komnir í sókn (Terrorist). Þór var í erfiðri stöðu lotulega séð tóku áhættu sem gaf ekki af sér þegar þeir þvinguðu kaup í annarri lotu. Eftirleikurinn var Fylkismönnum auðveldur á móti fátækum Þórsurum. MonteLiciouz tók 19.undu lotu með glæsilegri spilamennsku. Svo var það Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) sem að keyrði leikinn heim fyrir sína menn. Lauk leiknum 16 - 4 Fylki í vil. Dusty dúndrar á Exile í Train Dusty voru á heimavelli og völdu kortið Train. Exile kusu að byrja í vörn (Counter-terrorist) sem almennt er talin sterkari hliðin í Train. Dusty sem spilaði sókn (Terrorist) kom sprengjunni niður í fyrstu lotu en Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson) kom Exile í yfirtölu með glæsilegum fellum og Exile vann lotuna. Yfirhönd Exile dugði þó skammt því eftir þetta hófust Dusty handa. Næstu lotur tóku Dusty auðveldlega og átti Exile engin svör. EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) toppaði stigatöfluna hjá Dusty þrátt fyrir að hafa hangið ótrúlega lengi á MAC-10. En það virkaði vandræðalega vel þar sem að efnahagurinn hjá Exile komst aldrei á réttan kjöl. Dusty klárar fyrri hálfleik 12-3 og EddezeNNN með 20 fellur eftir þessar 15 lotur. Dusty héldu sama dampi í seinni hálfleik og tóku fyrstu lotuna. Í annari lotu lásu þeir Exile vel og stráfeldu þá þegar þeir gerðu atlögu á sprengjusvæði A í gegnum miðjuna. Næstu lotur voru heldur skrautlegar þó að augljóst hafi verið hvert leikurinn stefndi. StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) hélt áfram að skemmta okkur og hnífaði Jolla (Eyjólfur Aðalsteinn Eyjólfsson). Exile stal einni lotu þegar Yumikoi (Sigurgeir Guðbrandsson) náði 4 fellum fyrir sína menn. Dusty átti heldur skrautleg kaup í síðustu lotunni en bar það ekki á sök þegar þeir keyrðu á B og keyrðu leikinn heim. Leiknum lauk 16 - 4 Dusty í vil. Critical leikmaður leiksins var EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) en hann lauk leiknum með 26 fellur. Vörn KR stóð af sér hverja sókina á fætur annari GOAT á heimavelli völdu kortið Overpass. GOAT byrjuðu í sókn (Terrorist) og tóku fyrstu lotuna með sannfærandi sókn á sprengjusvæði B. Sterkt deiglu (deagle) lið KR spyrnti þó við í annarri lotu og stálu lotunni þrátt fyrir að vera með verri vopn. Við tóku erfiðar lotur fyrir GOAT. Þeim tókst ekki að knýja fram hreyfingu á vörn KR til að búa til opnur og gekk illa að ná upphafsfellunum. Sterk vörn KR-inga stóð af sér hverja sóknina á fætur annari að hálfu GOAT. Það var ekki fyrr en í seinni hluta fyrri hálf leiks sem að rofa fór til fyrir GOAT. Þeir unnu lotu og náðu fellum sem þvinguðu vörn KR á hreyfingu. Leikmaður GOAT Hugo (Hugi Snær Hlynsson) náði 4 fellum en tapaði svo einnvígi á móti 7homsen (Thomas Thomsen). Þetta voru nokkrar jafnar lotur en vönduð spilamennska KR var GOAT um megn. Það var þó ekki fyrr en undir lok fyrri hálf leiks sem að GOAT missti vonina eftir að þeir sóttu á svæði B og lentu þar í Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem lokaði svæðinu með glæsilegri spillamennsku. Ormurinn hafði verið að narta í geitina allan leikinn en þarna át hann hana. KR-ingar kláruðu fyrri hálfleik 12 - 3 á sannfærandi máta. KR staðráðnir í að klára þetta tók unnu fyrstu lotu í seinni hálfleik Eftirleikurinn var þeim auðveldur en þeir misstu einungis eina lotu til GOAT áður en þeir lokuðu leiknum 16 - 4. Maður leiksins var Midgard og hafði Tómas Jóhannson þetta um manninn að segja. “Hann mætir alltaf heitur til leiks, ég spáði þessu að hann væri gott “influence” í þetta lið og hefur heldur betur skilað sínu. Mér finnst eins og það sé meiri metnaður í KR liðinu núna, einhver neisti sem að Miðgarsormurinn hefur komið með og gefið liðinu byr undir báða vængi.” Critical maður umferðarinnar var leikmaður Dusty, Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) en hann hélt Exile mönnum blindum í 93 sekúndur í leik sem var ekki nema 20 lotur.
Þór Akureyri KR Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti