Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 12:08 Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur fallið um 20 prósent frá upphafi kórónufaraldursins. Kemur sér vel fyrir útflutningsgreinar en illa fyrir innflutning og Íslendinga á ferðalögum í útlöndum eða í netverslunum. Getty/Dinendra Haria/SOPA Images/LightRocket Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira