Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2020 13:27 Trans-Jesú ætlar að reynast Agnesi Sigurðardóttur biskupi yfir Íslandi erfiður. Nokkuð er um úrsagnir sem rekja má til hins umdeilda kynningarefnis og vænta má þess að málið verði tekið fyrir á kirkjuþingi á morgun. Vísir/Vilhelm/kirkjan Fyrstu 8 mánuðina sögðu 176 að meðaltali sig úr þjóðkirkjunni. Fyrstu sjö dagana í september sögðu 165 sig úr Þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Jón Már Halldórsson sérfræðingur Þjóðskrár tók saman fyrir Vísi. Daganna 4. til 7. september, samkvæmt breytingaskrá, voru framkvæmdir alls 132 flutningar úr þjóðkirkjunni yfir í aðra flokka hvort sem er önnur trú/lífsskoðunarfélög eða utan trúfélaga. Þannig líta gögn Þjóðskrár út í gær, 8. september. Þannig má glögglega sjá að hin umdeilda auglýsing Biskupsstofu þar sem Trans-Jesú er teflt fram til að kynna Sunnudagsskólann, hefur haft áhrif á úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Eins og Vísir hefur greint frá olli umrædd auglýsing verulegri ólgu og þannig virtist sem kirkjunni tækist að móðga bæði leika og lærða sem og þá sem ætla má að auglýsingin hafi átt að höfða til. Einn þriðji í þjóðkirkjunni Þessar úrsagnir eru í sjálfu sér hlutfallslega ekki stór biti en samkvæmt frétt Vísis frá í sumar kemur fram að tæp 231 þúsund eru þar meðlimir. Sem þýðir að einn þriðji þjóðarinnar stendur utan hennar. En þær segja sína sögu um nokkrar hræringar. Á athugasemdum við fréttir af Trans-Jesú sem og á samfélagsmiðlum hafa ýmsir sagst ætla, vegna málsins, að segja sig úr þjóðkirkjunni og hafa samkvæmt þessu fylgt orðum sínum eftir. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk var sérstaklega að ávarpa hinsegin-samfélagið þar sem hún útskýrði hugmyndafræðina sem er að baki hinu umdeilda kynningarefni. Hún segir að skrefið hafi verið stórt fyrir kirkjuna að stíga og er það ekki orðum aukið. Krefst þess að biskup verði áminntur Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hann krefst þess að þeir sem beri ábyrgð á uppátækinu verði látnir taka hatt sinn og staf. Hann bendir á að æðsta stofnun þjóðkirkjunnar, sem er kirkjuþing, komi saman á morgun til að samþykkja nýja skipan kirkjumála í framhaldi af viðbótarsamningi ríkisins og kirkjunnar frá 6. september 2019. Halldór skorar á þingfulltrúa að taka til afgreiðslu með afbrigðum á þingsköpum ... „þá ósmekkvísi og trúarbrenglun, sem fræðslunefnd þjóðkirkjunnar á biskupsstofu hefur sett fram sem nýtt efni sunnudagaskólans, með forsíðumynd af Kristi í litum regnbogans, sem varalitaðri konu með brjóst!“ Halldór segir að ekkert geti bætt þessa framkomu Biskupsstofu og fræðslunefndar kirkjunnar nema afdráttarlaust samþykki kirkjuþings um að afturkalla þetta efni sunnudagaskóla kirkjunnar. Og að auki veita biskupi Íslands áminningu um þessa framkvæmd; „með ósk um að fræðslunefnd þjóðkirkjunnar og samskiptastjóra hennar, sem í fjölmiðlum hefur rökstutt ákvörðunina, verði sagt upp.“ Urgur er meðal presta vegna málsins eins og sjá má í grein Séra Skúla Ólafssonar í Neskirkju sem kallar einnig eftir breyttu verklagi í kynningarmálum í grein sem hann birti á Vísi. Trúmál Þjóðkirkjan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Flugdrekaheilkennið Nokkur orð um trans-Jesú 7. september 2020 10:00 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fyrstu 8 mánuðina sögðu 176 að meðaltali sig úr þjóðkirkjunni. Fyrstu sjö dagana í september sögðu 165 sig úr Þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Jón Már Halldórsson sérfræðingur Þjóðskrár tók saman fyrir Vísi. Daganna 4. til 7. september, samkvæmt breytingaskrá, voru framkvæmdir alls 132 flutningar úr þjóðkirkjunni yfir í aðra flokka hvort sem er önnur trú/lífsskoðunarfélög eða utan trúfélaga. Þannig líta gögn Þjóðskrár út í gær, 8. september. Þannig má glögglega sjá að hin umdeilda auglýsing Biskupsstofu þar sem Trans-Jesú er teflt fram til að kynna Sunnudagsskólann, hefur haft áhrif á úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Eins og Vísir hefur greint frá olli umrædd auglýsing verulegri ólgu og þannig virtist sem kirkjunni tækist að móðga bæði leika og lærða sem og þá sem ætla má að auglýsingin hafi átt að höfða til. Einn þriðji í þjóðkirkjunni Þessar úrsagnir eru í sjálfu sér hlutfallslega ekki stór biti en samkvæmt frétt Vísis frá í sumar kemur fram að tæp 231 þúsund eru þar meðlimir. Sem þýðir að einn þriðji þjóðarinnar stendur utan hennar. En þær segja sína sögu um nokkrar hræringar. Á athugasemdum við fréttir af Trans-Jesú sem og á samfélagsmiðlum hafa ýmsir sagst ætla, vegna málsins, að segja sig úr þjóðkirkjunni og hafa samkvæmt þessu fylgt orðum sínum eftir. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk var sérstaklega að ávarpa hinsegin-samfélagið þar sem hún útskýrði hugmyndafræðina sem er að baki hinu umdeilda kynningarefni. Hún segir að skrefið hafi verið stórt fyrir kirkjuna að stíga og er það ekki orðum aukið. Krefst þess að biskup verði áminntur Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hann krefst þess að þeir sem beri ábyrgð á uppátækinu verði látnir taka hatt sinn og staf. Hann bendir á að æðsta stofnun þjóðkirkjunnar, sem er kirkjuþing, komi saman á morgun til að samþykkja nýja skipan kirkjumála í framhaldi af viðbótarsamningi ríkisins og kirkjunnar frá 6. september 2019. Halldór skorar á þingfulltrúa að taka til afgreiðslu með afbrigðum á þingsköpum ... „þá ósmekkvísi og trúarbrenglun, sem fræðslunefnd þjóðkirkjunnar á biskupsstofu hefur sett fram sem nýtt efni sunnudagaskólans, með forsíðumynd af Kristi í litum regnbogans, sem varalitaðri konu með brjóst!“ Halldór segir að ekkert geti bætt þessa framkomu Biskupsstofu og fræðslunefndar kirkjunnar nema afdráttarlaust samþykki kirkjuþings um að afturkalla þetta efni sunnudagaskóla kirkjunnar. Og að auki veita biskupi Íslands áminningu um þessa framkvæmd; „með ósk um að fræðslunefnd þjóðkirkjunnar og samskiptastjóra hennar, sem í fjölmiðlum hefur rökstutt ákvörðunina, verði sagt upp.“ Urgur er meðal presta vegna málsins eins og sjá má í grein Séra Skúla Ólafssonar í Neskirkju sem kallar einnig eftir breyttu verklagi í kynningarmálum í grein sem hann birti á Vísi.
Trúmál Þjóðkirkjan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Flugdrekaheilkennið Nokkur orð um trans-Jesú 7. september 2020 10:00 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26