Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 07:30 Rúmenar eru væntanlegir til landsins snemma í október. VÍSIR/GETTY Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið. EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira