Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 07:30 Rúmenar eru væntanlegir til landsins snemma í október. VÍSIR/GETTY Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið. EM 2021 í Englandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti