„Örvæntingaróp frá Íslandi“ til umfjöllunar á Sky Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 08:21 Adam Parsons, fréttamaður Sky News, á Breiðamerkurjökli. SKjáskot/Youtube Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér. Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér.
Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03