Sóknarprestur Selfosskirkju með regnbogalitaða hárkollu í fermingarmessu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. september 2020 13:00 Guðbjörg Arnardóttir er starfandi sóknarprestur í Selfosskirkju og segist hún oft taka með sér einhvernskonar leikmuni þegar hún heldur ræður í kirkjunni til þess að vekja athygli á boðskapnum. Mynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson „Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær. Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
„Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær.
Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00
Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22