Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2020 20:00 Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. VÍSIR/VILHELM Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira