KR tyllir sér á toppinn Bjarni Bjarnason skrifar 11. september 2020 10:02 Dusty mætir mótspyrnu Fylkir með heimavallar forgjöf valdi kortið Dust2 og að byrja í sókn (Terrorist). Dusty mættu einbeittir til leiks, tóku þeir fyrstu lotuna sem og þær næstu þar á eftir. Það var í fjórðu lotu þegar að Skipid (Tumi Geirsson) átti áhrifa mikla fellu í upphafi lotunnar og þvingaði hreyfingu á vörn Dusty. Nýttu Fylkismenn tækifærið vel, komu sprengjunni niður og nældu sér í sína fyrstu lotu. Leit næsta lota vel út fyrir Dusty þegar að Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) kom í bakið á þremur leikmönnum Fylkis. En lelillz (Liljar Mar Pétursson) hefur verið að kíkja í kristallskúluna því hann sá við Bjarna og felldi hann áður en að hann náði að valda skaða. Við tóku hörku spennandi lotur þar sem Dusty mættu meiri mótspyrnu en áður í deildinni. Fylkis menn létu ekki deigan síga og börðust grimmt. Skipid átti mikið af áhrifamiklum fellum en leikmenn Dusty sem stóðu hnífjafnir létu það ekki á sig fá. Þetta voru mjög jafnar lotur sem þó féllu hver á fætur annari Dusty í vil. Staðan í lok fyrri hálf leiks var Dusty 11 - Fylkir 4. Fylkir tóku djarfa ákvörðun í fyrstu lotu seinni hálf leiks þegar þeir spiluðu pressu vörn. Reynslan sýndi sig hjá Dusty mönnum en gerðu þeir sér grein fyrir fyrirætlunum Fylkis og spiluðu þeir í kringum pressuna og unnu lotuna. Staðan var 13 - 4 fyrir Dusty þegar Fylkir loksins fann taktinn aftur og náð að strengja saman 3 lotum með frábærri spilamennsku. En fallbyssurnar hjá Dusty sýndu hvað í þeim býr þegar þeir tóku stjórnina á leiknum aftur og lokuðu honum 15 - 7. Þór Akureyri setur taktinn Í öðrum leik kvöldsins þar sem XY esport mætti Þór var kortið Nuke spilað. Leikmenn Þórs byrjuðu á leiftursókn þar sem snky (Eiður Eiðsson) steig upp í mikilvægri fyrstu lotu og náði þremur fellum fyrir sína menn. Var þessi snögga sókn lýsandi fyrir fyrstu lotur leiksins þar sem Þórsarar settu takt sem XY esport gátu einfaldlega ekki fylgt eftir. Það var í fimmtu lotu þegar að Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) felldi tvo af leikmönnum Þórs snemma í lotunni og hristi þar nægilega upp í Þórsurum til að færa XY esport sína fyrstu lotu. Dugði þetta þó ekki til að slá Þór útaf laginu því ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) var sjóðandi á vappanum (AWP) og hélt sínum mönnum við efnið. Eftir fyrsta fjórðung mætti þó til leiks allt annað lið hjá XY esport þar sem einbeitingin skein í gegn. Voru þar brnr (Birnir Clausson) og xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) í lykilhlutverki en unnu XY esport 7 af þeim 8 lotum sem voru eftir af fyrri hálf leik. Síðustu lotuna sem Þór náði í fyrri hálf leik má tileinka ReaN (Andri Þór Bjarnasson) en hann var einn eftir á móti fjórum leikmönnum XY esport og gjörsamlega vafði þeim um fingur sér með frábærri spilamennsku. Lauk fyrri hálf leik 8 - 7 fyrir XY esport. Þór spilaði glæsilega vörn í byrjun seinni leikhluta sem skilaði þeim fyrstu tveimur lotunum. XY esport voru þó alls ekki dauðir úr öllum æðum og tóku yfirhöndina aftur í næstu lotu. Áfram hélt þessi hörku spennandi leikur þar sem að liðin skiptust á lotum. Leikmenn Þórs náðu forrustunni er leið á þar sem ADHD í fararbroddi. Með ADHD í hlutverki fimmta og sjötta leikmanns Þórs knésetti Þór XY og sigraði leikinn 16 - 13. Critical player leiksins var ADHD sem að stýrði leiknum og keyrði Þór áfram. Hann endaði leikinn með 30 fellur. KR nýtir sér heimavöllinn KR-ingar mættu Hafinu í ítalska sveitakortinu Inferno. Hafið byrjaði í vörn en KR sótti á sprengjusvæði A í fyrstu lotu og spilaði sundur vörn Hafsins með fallegum fléttum í fyrstu lotunni. HaFiÐ náði yfirtölu strax í annari lotu þrátt fyrir léleg kaup þegar að allee (Alfreð Leó Svansson) felldi tvo af mönnum KR snemma en KR sýndu vandaða spilamennsku og komu sprengjunni niður. B0ndi (Páll Sindri Einarsson) var þó nálægt að stela lotunni með hrikalegum skotum. Það var í þriðju lotu sem HaFið lokaði hurðinni á KR, unnu þeir nokkrar lotur í röð og virtust vera komnir með tak á leiknum. KR-ingar dóu ekki ráðalausir og fundu veikleika á vörn Hafsins sem þér nýttu sér til hins ítrasta. Auðvitað hjálpaði það að ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) var loks búinn að stilla kíkinn og Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) kominn í gang eftir að hafa verið hálf týndur í nokkrar lotur. Með fínstilltri sókn og góðri nýtingu á aukabúnaði tóku KR forustuna og héldu henni. Lauk fyrri leikhluta 10-5 fyrir KR. HaFiÐ byrjaði seinni hluta kröftuglega og unnu fyrstu lotuna. Virtist óformlega spilamennskan sem fylgir sóknar hlutanum oft henta þeim betur. En í annari lotu lásu KR-ingar áform andstæðinga sína þó ótrúlega vel og stilltu upp sláturhúsi á sprengjusvæði B sem Hafið gekk inn í. Við tóku auðveldar lotur fyrir KR þar sem Hafið barðist í bökkum. Staðan var 13 - 6 fyrir KR þegar HaFiÐ nældi sér í lotu með sókn á sprengjusvæði B og fann þar ákveðinn stíganda. Næsta lota var jöfn en féll til KR. Hafið virtist þó hafa fundið taktinn og fóru að sýna allt aðra takta. Við tók frábær spilamennska að hálfu Hafsins sem hóf að rífa KR-ingana í sig. Hafið var komið á siglingu þar sem þeir tóku lotu eftir lotu. Við fengum að sjá frábæra spilamennsku frá báðum liðum og eftirminnilega klemmu frá b0ndi (Páll Sindri Einarsson) sem skilaði Hafinu mikilvægri lotu. Það voru 3 lotur eftir að leiknum og KR-ingar í slæmri stöðu með léleg kaup. Hafið virtist ætla að klára þetta. En 7homsen (Thomas Thomsen) steig upp með tveimur risa fellum í upphafi lotunnar sem komu KR í yfirtölu og skilaði þeim lotunni. Staðan var 15 - 13 fyrir KR þegar Midgard sagði hingað og ekki lengra. Hafið tók þá afdrifaríku ákvörðun að vaða inn á sprengjusvæði B þar sem að ormurinn beið eftir þeim. Hlupu þeir upp í opið ginið á orminum og lauk sögunni þar. Loka staðan var 16 - 13 fyrir KR og lokaði Midgard leiknum með ás (felldi alla leikmenn í liði andstæðinganna). Halldór Már Kristmundsson, sérfræðingur Vodafonedeildarinnar hafði þetta að segja um Midgard sem hann valdi bæði sem mann leiksins og leikmann umferðarinnar. “Hann steig upp á móti liði Hafsins sem var talsvert betra en liðin sem hann hefur staðið í áður. Þarna sýndi hann það að hann passar inn í þetta KR lið og til að toppa dúndur góðan leik þá kláraði hann leikinn með ás.” KR Fylkir Þór Akureyri Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn
Dusty mætir mótspyrnu Fylkir með heimavallar forgjöf valdi kortið Dust2 og að byrja í sókn (Terrorist). Dusty mættu einbeittir til leiks, tóku þeir fyrstu lotuna sem og þær næstu þar á eftir. Það var í fjórðu lotu þegar að Skipid (Tumi Geirsson) átti áhrifa mikla fellu í upphafi lotunnar og þvingaði hreyfingu á vörn Dusty. Nýttu Fylkismenn tækifærið vel, komu sprengjunni niður og nældu sér í sína fyrstu lotu. Leit næsta lota vel út fyrir Dusty þegar að Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) kom í bakið á þremur leikmönnum Fylkis. En lelillz (Liljar Mar Pétursson) hefur verið að kíkja í kristallskúluna því hann sá við Bjarna og felldi hann áður en að hann náði að valda skaða. Við tóku hörku spennandi lotur þar sem Dusty mættu meiri mótspyrnu en áður í deildinni. Fylkis menn létu ekki deigan síga og börðust grimmt. Skipid átti mikið af áhrifamiklum fellum en leikmenn Dusty sem stóðu hnífjafnir létu það ekki á sig fá. Þetta voru mjög jafnar lotur sem þó féllu hver á fætur annari Dusty í vil. Staðan í lok fyrri hálf leiks var Dusty 11 - Fylkir 4. Fylkir tóku djarfa ákvörðun í fyrstu lotu seinni hálf leiks þegar þeir spiluðu pressu vörn. Reynslan sýndi sig hjá Dusty mönnum en gerðu þeir sér grein fyrir fyrirætlunum Fylkis og spiluðu þeir í kringum pressuna og unnu lotuna. Staðan var 13 - 4 fyrir Dusty þegar Fylkir loksins fann taktinn aftur og náð að strengja saman 3 lotum með frábærri spilamennsku. En fallbyssurnar hjá Dusty sýndu hvað í þeim býr þegar þeir tóku stjórnina á leiknum aftur og lokuðu honum 15 - 7. Þór Akureyri setur taktinn Í öðrum leik kvöldsins þar sem XY esport mætti Þór var kortið Nuke spilað. Leikmenn Þórs byrjuðu á leiftursókn þar sem snky (Eiður Eiðsson) steig upp í mikilvægri fyrstu lotu og náði þremur fellum fyrir sína menn. Var þessi snögga sókn lýsandi fyrir fyrstu lotur leiksins þar sem Þórsarar settu takt sem XY esport gátu einfaldlega ekki fylgt eftir. Það var í fimmtu lotu þegar að Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) felldi tvo af leikmönnum Þórs snemma í lotunni og hristi þar nægilega upp í Þórsurum til að færa XY esport sína fyrstu lotu. Dugði þetta þó ekki til að slá Þór útaf laginu því ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) var sjóðandi á vappanum (AWP) og hélt sínum mönnum við efnið. Eftir fyrsta fjórðung mætti þó til leiks allt annað lið hjá XY esport þar sem einbeitingin skein í gegn. Voru þar brnr (Birnir Clausson) og xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) í lykilhlutverki en unnu XY esport 7 af þeim 8 lotum sem voru eftir af fyrri hálf leik. Síðustu lotuna sem Þór náði í fyrri hálf leik má tileinka ReaN (Andri Þór Bjarnasson) en hann var einn eftir á móti fjórum leikmönnum XY esport og gjörsamlega vafði þeim um fingur sér með frábærri spilamennsku. Lauk fyrri hálf leik 8 - 7 fyrir XY esport. Þór spilaði glæsilega vörn í byrjun seinni leikhluta sem skilaði þeim fyrstu tveimur lotunum. XY esport voru þó alls ekki dauðir úr öllum æðum og tóku yfirhöndina aftur í næstu lotu. Áfram hélt þessi hörku spennandi leikur þar sem að liðin skiptust á lotum. Leikmenn Þórs náðu forrustunni er leið á þar sem ADHD í fararbroddi. Með ADHD í hlutverki fimmta og sjötta leikmanns Þórs knésetti Þór XY og sigraði leikinn 16 - 13. Critical player leiksins var ADHD sem að stýrði leiknum og keyrði Þór áfram. Hann endaði leikinn með 30 fellur. KR nýtir sér heimavöllinn KR-ingar mættu Hafinu í ítalska sveitakortinu Inferno. Hafið byrjaði í vörn en KR sótti á sprengjusvæði A í fyrstu lotu og spilaði sundur vörn Hafsins með fallegum fléttum í fyrstu lotunni. HaFiÐ náði yfirtölu strax í annari lotu þrátt fyrir léleg kaup þegar að allee (Alfreð Leó Svansson) felldi tvo af mönnum KR snemma en KR sýndu vandaða spilamennsku og komu sprengjunni niður. B0ndi (Páll Sindri Einarsson) var þó nálægt að stela lotunni með hrikalegum skotum. Það var í þriðju lotu sem HaFið lokaði hurðinni á KR, unnu þeir nokkrar lotur í röð og virtust vera komnir með tak á leiknum. KR-ingar dóu ekki ráðalausir og fundu veikleika á vörn Hafsins sem þér nýttu sér til hins ítrasta. Auðvitað hjálpaði það að ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) var loks búinn að stilla kíkinn og Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) kominn í gang eftir að hafa verið hálf týndur í nokkrar lotur. Með fínstilltri sókn og góðri nýtingu á aukabúnaði tóku KR forustuna og héldu henni. Lauk fyrri leikhluta 10-5 fyrir KR. HaFiÐ byrjaði seinni hluta kröftuglega og unnu fyrstu lotuna. Virtist óformlega spilamennskan sem fylgir sóknar hlutanum oft henta þeim betur. En í annari lotu lásu KR-ingar áform andstæðinga sína þó ótrúlega vel og stilltu upp sláturhúsi á sprengjusvæði B sem Hafið gekk inn í. Við tóku auðveldar lotur fyrir KR þar sem Hafið barðist í bökkum. Staðan var 13 - 6 fyrir KR þegar HaFiÐ nældi sér í lotu með sókn á sprengjusvæði B og fann þar ákveðinn stíganda. Næsta lota var jöfn en féll til KR. Hafið virtist þó hafa fundið taktinn og fóru að sýna allt aðra takta. Við tók frábær spilamennska að hálfu Hafsins sem hóf að rífa KR-ingana í sig. Hafið var komið á siglingu þar sem þeir tóku lotu eftir lotu. Við fengum að sjá frábæra spilamennsku frá báðum liðum og eftirminnilega klemmu frá b0ndi (Páll Sindri Einarsson) sem skilaði Hafinu mikilvægri lotu. Það voru 3 lotur eftir að leiknum og KR-ingar í slæmri stöðu með léleg kaup. Hafið virtist ætla að klára þetta. En 7homsen (Thomas Thomsen) steig upp með tveimur risa fellum í upphafi lotunnar sem komu KR í yfirtölu og skilaði þeim lotunni. Staðan var 15 - 13 fyrir KR þegar Midgard sagði hingað og ekki lengra. Hafið tók þá afdrifaríku ákvörðun að vaða inn á sprengjusvæði B þar sem að ormurinn beið eftir þeim. Hlupu þeir upp í opið ginið á orminum og lauk sögunni þar. Loka staðan var 16 - 13 fyrir KR og lokaði Midgard leiknum með ás (felldi alla leikmenn í liði andstæðinganna). Halldór Már Kristmundsson, sérfræðingur Vodafonedeildarinnar hafði þetta að segja um Midgard sem hann valdi bæði sem mann leiksins og leikmann umferðarinnar. “Hann steig upp á móti liði Hafsins sem var talsvert betra en liðin sem hann hefur staðið í áður. Þarna sýndi hann það að hann passar inn í þetta KR lið og til að toppa dúndur góðan leik þá kláraði hann leikinn með ás.”
KR Fylkir Þór Akureyri Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn