Innlent

Sér­sveit og lög­regla kölluð til vegna vopnaðs manns

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan var kölluð til ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd er úr safni.
Lögreglan var kölluð til ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á sjöunda tímanum í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafði ógnað pari með eggvopni við Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði.

Tilkynning um málið barst lögreglu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þegar lögregla mætti á vettvang var nærliggjandi götum lokað á meðan leitað var að manninum, en mikill viðbúnaður var vegna málsins. 

Hann fannst síðar í nærliggjandi húsi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að engan hafi sakað, þó parinu hafi „eðlilega verið mjög brugðið“ vegna atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×