Núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 20:04 Bjarnheiður Hallsdóttir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Sjá meira
Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50
Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54
Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54