Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 23:00 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki tapað alvöru leik í eitt og hálft ár. vísir/getty Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50
Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti