Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2020 19:30 Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum. Bændur voru almennt ánægðir með lömbin og hvað þau komu falleg af fjalli. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira