Real Madrid ákvað að kynda undir sögusagnirnar um að Eden Hazard væri of þungur með því að birta myndir af honum í ræktinni.
Hazard hefur verið gagnrýndur fyrir að koma of þungur eftir sumarfríið en spænska úrvalsdeildin hófst um þessa helgi. Real Madrid leikur þó fyrst um næstu helgi.
Belginn spilaði ekkert í landsleikjum Belga í Þjóðadeildinni á dögunum, gegn Danmörku og Íslandi, en sagt var frá því að yfirmenn Hazard í Real hafi verið ósáttir með formið á honum.
Pitch gym work full speed ahead
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) September 12, 2020
Vamos!#RMCity | #HalaMadrid pic.twitter.com/XOOj8yy38V
Þeir sem stjórna miðlunum hjá Real Madrid ákváðu því að slá á létta strengi og ákváðu að birta myndir og myndbönd af Hazard taka vel á því í ræktinni.
Dario Sport greinir frá því Madrídingar hafi ekki verið sáttir með að Hazard hafi farið í landsleikina. Þeir hafi frekað viljað sjá hann vera á Spáni og koma sér í betra form.
Hazard var keyptur á fúlgu fjár frá Chelsea síðasta sumar en skoraði einungis eitt deildarmark á síðustu leiktíð er Real Madrid varð spænskur meistari.
Eden Hazard hits the gym amid fitness questions after he 'turned up overweight' for another pre-season at Real Madrid https://t.co/hFRXdHG94i
— MailOnline Sport (@MailSport) September 12, 2020