Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 12:16 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira