Hundruð mótmæla á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2020 16:24 Frá Austurvelli um klukkan 16:40. Vísir/Vilhelm Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira